Höfundur: Glódís
Hvað er gatarinn þinn að setja í nýja gatið þitt? Hér eru nokkrir mikilvægir punktar um lokka í nýjum götum.
Lokkar í nýjum götum verða að vera í viðeigandi lengd, þykkt og lögun fyrir anatómíu hvers og eins og staðsetningu á líkamanum.
Lokkar sem er of stuttir hleypa hvorki lofti né blóðflæði að gatinu og hindrar að eðlilegur ‘’gróunarvökvi’’ geti seytlað sjálfur úr gatinu, auk þess sem það eykur líkurnar á mikilli bólgu, samgróningi og öðrum kvillum.
Ef skart er of langt eykur það líkurnar á óþarfa áreiti á gatinu auk þess sem líkurnar á að gatið skekkist með tímanum aukast.
Þykkt lokka er mikilvæg því ef lokkur er of þunnur getur hann þrýsts út úr húðinni, þetta er svokallað “cheese cutter effect”. Þykkari lokkar = meiri stöðugleiki.
2. Lokkar í nýjum götum verða að vera úr öruggum efnum.
Títaníum: Léttur málmur sem er fullkomin fyrir fólk sem hefur áhyggjur af nikkelofnæmi, Títaníum er hægt að litabreyta með rafskauti án þess að það komi niður á gæðum málmsins. Títaníum sem er öruggt að nota til ígræðslu eða í ný göt eru í gæðaflokki ASTM F-136, ASTM F1295, ISO 5832-3 eða ASTM F-67.
Gull: Gull, hvítagull og rósagull er öruggt í ný göt en einungis ef það er 14 karöt eða hærra, nikkel og kadmíumfrítt. Gull í hærri karötum en 18 er of mjúkt fyrir lokka því yfirborð þeirra rispast auðveldlega, gullhúðaðir lokkar eru ekki öruggir sem fyrstu lokka vegna þess að þeir eru húðaðir með þunnri gullhúð sem getur flagnað af eða rispast af en það á einungis við um lokkin sjálfan en ekki toppa eða kúlur.
Stál ‘‘Læknastál'': Öruggt ef það er frá hágæða framleiðendum. Aðeins tvær gerðir læknastáls eru öruggar og það eru : ASTM F-138 eða ISO 5832-1. Þeir sem eru mjög viðkvæmir fyrir nikkeli ættu að forðast stál þar sem það inniheldur nikkel í litlu magni.
Gler: Aðeins þrjár tegundir af gler lokkum eru öruggar sem fyrstu lokkar; ‘’Fused quartz glass, lead-free borosilicate & lead-free soda-lime glass’’. Þá má dauðhreinsa í dauðhreinsi potti og nota sem fyrstu lokka í stærri göt.
Annað
Níóbíum: Hefur verið notað af göturum með góðum árangri, en er mun óalgengara heldur en títaníum. Það er mjög líkt títaníumi en er ekki öruggt til ígræðslu þó það sé öruggt í ný göt. Eins og títaníum er hægt að lita breyta niobium með rafskauti, en bæði niobium og titanium sem hefur verið lita breytt geta breyst aftur í sinn upprunalega lit með tímanum vegna sýrustigs líkamans og annara utanaðkomandi þátta.
Platínum: Þungur málmur í háum gæðaflokki sem er mjög góður í ný göt, hins vegar er platínum bæði sjaldgæfur og dýr vegna þess að erfitt er að vinna með hann og því fáir sem framleiða skart úr platínum.
3. Lokkar í nýjum götum verða að vera innþræddir eða með pinnafestingu (threadless).
Innþræddir lokkar: eru kjörnir í ný göt því sá hluti lokksins sem fer í gegn um húðina er sléttur og þræðing er á kúlunum sem skrúfast inn í lokkinn sjálfann. Innþræddir lokkar koma í veg fyrir að gat rispist að innan þegar þeir eru settir í og teknir úr sem er mjög mikilvægt að forðast á nýjum götum.
Pinnafesting (threadless): Pinnafestir lokkar eru einnig góðir í flest ný göt því á þeim er engin þræðing heldur er gat í lokkinn sjálfan og pinni á kúlunum sem skorðast af innan í lokknum.
Forðast skal þessa lokka:
Útþræddir lokkar: Á útþræddum lokkum er skrúfumynstur skorið í lokkinn sjálfan og skrúfast inn í kúluna. Þar sem endinn á lokknum er hrjúfur þá á hann auðvelt með að rispa gatið þegar hann er settur í eða tekinn úr, og því er alls ekki mælt með að nota þessa lokka í ný eða gróin göt.