Um gatarana okkar!

Glódís og Diljá eru gatararnir okkar. Glódís er einn reynslumesti starfandi gatari landsins og hefur starfað sem gatari síðan 2011. Diljá var lærlingur hjá Beggu (gatara á Íslenzku 2007-2018, 2023) frá því í mars 2020 og þar til hún byrjaði að gata sjálf ári seinna.

Glódís og Diljá

Gæði, öryggi og góð þjónusta skiptir okkur öllu máli.
Við notum einungis dauðhreinsaðar, einnota nálar - engar götunarbyssur!

Við notum einungis pinnafesta (threadless) eða innþrædda (internally threaded) lokka úr hágæða títaníum (ASTM F- 136) eða 14 kt gulli.
Bæði má panta tíma á noona.is eða koma við hjá okkur.

Opnunartími:
Mánudagur: 10-17
Þriðjudagur: 10-17
Miðvikudagur: 10-17
Fimmtudagur: 10-17
Föstudagur: 11-17
Laugardagur: 11-17
Sunnudagur: Lokað