Umhirða nýrra húðflúra
Gerviskinn
Gerviskinn er sett yfir nýtt flúr og látin vera í 1-3 daga.
Það er eðlilegt að það myndist “pollar” undir filmunni en ef það koma göt á filmuna er betra að taka hana af. Það er sjálfsagt að koma við hjá okkur og fá nýtt gerviskinn ef hitt losnar af einhverjum ástæðum af innan þessa tíma.
Mælt er með að fjarlægja filmuna í sturtu og skola flúrið varlega með volgu vatni og mildi sápu.
Þegar hrúður byrjar að myndast, oftast eftir 2-3 daga, er gott að bera hvítan kremáburð á flúrið til að halda raka í húðinni. Kremin sem við mælum með eru Helosan eða Bepanthen. Bæði þessi krem fást í apóteki.
Forðist að gegnbleyta flúrið (löng böð og sund) þar til hrúðrið er farið. Forðist einnig gufuböð og líkamsrækt þar sem álag kemst á staðinn þar sem flúrið er.
Munið að það er bannað að kroppa og/eða klóra!
Plastfilma
Fjarlægja skal plastfilmuna eftir 6-12 klst. og skola flúrið vel en varlega með volgu vatni og mildri sápu.
Þegar hrúður byrjar að myndast, oftast eftir 2-3 daga, er gott að bera hvítan kremáburð á flúrið til að halda raka í húðinni. Kremin sem við mælum með eru Helosan eða Bepanthen. Bæði þessi krem fást í apóteki.
Forðist að gegnbleyta flúrið (löng böð og sund) þar til hrúðrið er farið. Forðist einnig gufuböð og líkamsrækt þar sem álag kemst á staðinn þar sem flúrið er.
Munið að það er bannað að kroppa og/eða klóra!